Skólinn

Teiknuð mynd af börnum að lesa og skrifa við borð í skólastofu.

Laugalækjarskóli er einn af grunnskólum Reykjavíkurborgar, heyrir undir Skóla- og frístundasvið og tekur námskrá skólans mið af skólastefnu borgarinnar og framtíðarsýn. Þar er að finna ríka áherslu á einstaklingsmiðað nám og samvinnu nemenda, skóla án aðgreiningar, góða líðan nemenda, sjálfstæði skóla og gott samstarf við grenndarsamfélag.

Laugalækjarskóli er hverfisskóli fyrir 12-16 ára nemendur Laugarneshverfis, 7. til 10. bekk. Flestir nemendur skólans eru fyrrum nemendur Laugarnesskóla sem er fyrir nemendur í 1. til 6. bekk. 

Frístund

Félagsmiðstöðin Laugó er við skólann og býður upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga.

Stjórnendur

Matur í grunnskólum

Skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar veturinn 2024-2025 en mikilvægt er fyrir skólann að hafa áfram yfirsýn, halda utan um upplýsingar um ofnæmi og óþol og takmarka matarsóun. Því þarf eins og áður að skrá nemendur í mataráskrift.

Þeir nemendur sem voru skráðir í fyrra verða sjálfkrafa skráðir í áskrift en aðrir þurfa að skrá sig. Breyting á skráningu fer fram á matur.vala.is.

Teikning af Fjólu að borða mat í skólanum

Skólastarfið

Jafnréttisáætlun

Jafnréttisáætlun Laugalækjarskóla hefur ekki verið endurskoðuð og yfirfarin frá því fyrir Covid. Við endurskoðun þarf að hafa í huga þróun síðustu ára þar sem kynsegin fólk og transfólk hafa stigið fram í auknum mæli og skapað nýja vídd í jafnréttisumræðunni.

Skólaárið 2022-2023 hlaut skólinn vottun sem Regnbogaskóli.

Starfsáætlun

Hvað er framundan í Laugalækjarskóla? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars stefnu skólans fyrir síðasta ár, skipulag kennslu og ótalmargt fleira. 

  • Starfsáætlun 2024-2025

Skólanámskrá

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Laugalækjarskóla? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í námi og starfi. 

  • Skólanámskrá i vinnslu

Skólaráð

Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Meginhlutverk skólaráðs að vera vettvangur fyrir alla fulltrúa skólasamfélagsins til að eiga samráð um málefni skólans.

Skólaráð 2024-2025

Bryndís Ýr Pétursdóttir
Birna Hjaltadóttir
Eydís Aðalbjörnsdóttir
Guðmundur Valdimar Rafnsson
Heiðlóa Ásvaldsdóttir
Jón Páll Haraldsson
Selma Gunnarsdóttir
Sólveig Hrafnsdóttir
Tryggvi Sch. Thorsteinsson

Starfsfólk

Adama Kasper Darbo - kennari
adama.kasper.darbo@reykjavik.is
Agnes Eik Sigurjónsdóttir - kennari
agnes.eik.sigurjonsdottir@reykjavik.is
Ana Paula Marques C. Faustino 
ana.paula.marques.c.faustino@reykjavik.is
Aysen Kiyak - stuðningsfulltrúi
aysen.kiyak@reykjavik.is
Ágústa Ragnars - kennari
agusta.ragnars@reykjavik.is
Ásta Björg Björgvinsdóttir - kennari
asta.bjorg.bjorgvinsdottir@reykjavik.is 
Björn Sigurbjörnsson - kennari
bjorn.sigurbjornsson@reykjavik.is
Dóra Hlín Loftsdóttir - stuðningsfulltrúi
dorahl2129@reykjavik.is
Edda Pétursdóttir - kennari
edda.petursdottir@reykjavik.is
Elena Skorobogatova - kennari
elena.skorobogatova@reykjavik.is
Elín Einarsdóttir - kennari
elin.einarsdottir@reykjavik.is
Eydís Aðalbjörnsdóttir - deildarstjóri
eydis.adalbjornsdottir@reykjavik.is
Eygerður Guðbrandsdóttir - kennari
eygerdur.gudbrandsdottir@rvkskolar.is
Fadel Abd El Mogheth Fadel - kennari
fadel.abd.el.mogheth.fadel@reykjavik.is
Fjóla Þorgeirsdóttir - kennari
fjola.thorgeirsdottir@reykjavik.is
Guðmundur Valdimar Rafnsson - umsjónarmaður
mundi@reykjavik.is  
Guðný María Sigurðardóttir - skólaliði
gudny.maria.sigurdardottir@reykjavik.is
Guðrún J. Karlsdóttir - skrifstofustjóri
gudrun.jonina.karlsdottir@reykjavik.is
Hallur Hróarsson - kennari
hallur.hroarsson@reykjavik.is
Harpa Hafliðadóttir - kennari
harpa.haflidadottir@reykjavik.is
Heiðdís N. Hansdóttir - kennari
heiddis.nanny.hansdottir@reykjavik.is
Hermann Jónsson - kennari
hermann.jonsson@reykjavik.is
Hólmfríður Karlsdóttir - námsráðgjafi
holmfridur.karlsdottir01@reykjavik.is
Hrefna Rún Guðbjörnsdóttir - kennari
hrefna.run.gudbjornsdottir@reykjavik.is
Ingólfur Guðjónsson - kennari
ingolfur.gudjonsson@reykjavik.is  
Ingrid Marie Persson - kennari
ingrid.marie.persson@reykjavik.is 
Jenný Guðrún Jónsdóttir - kennari
jenny.gudrun.jonsdottir@rvkskolar.is
Jóhann Yngvason - yfirmaður mötuneytis
johann.yngvason@reykjavik.is
Jón Orri Ólafsson - kennari
jon.orri.olafsson@rvkskolar.is
Jón Páll Haraldsson - skólastjóri
jon.pall.haraldsson@reykjavik.is
Kolbrún Dögg Sigurðardóttir - kennari
kolbrun.dogg.sigurdardottir@rvkskolar.is
Kristín Sif Jónínudóttir - kennari
kristin.sif.joninudottir@reykjavik.is
Lis Ruth Klörudóttir - verkefnastjóri
lisruth@reykjavik.is
Litza Carolina Cruz Duarte - skólaliði
litza.carolina.cruz.duarte@reykjavik.is
Luis Arcadio Mejia Boada 
luis.arcadio.mejia.boada@reykjavik.is
Mariam Sif Vahabzadeh - stuðningsfulltrúi
mariam.sif.vahabzadeh@reykjavik.is
María Nicole Zanoria Baldelovar - stuðningsfulltrúi
maria.nicole.zanoria.baldelovar@reykjavik.is
Melkorka Rut Bjarnadóttir - hjúkrunarfræðingur
laugalaekjarskoli@hgkirkjusandi.is
Miodrag Kujundzic - skólaliði 
miodrag.kujundzic@reykjavik.is
Nadía Líf Ágústsdóttir - stuðningsfulltrúi
nadia.lif.agustsdottir@reykjavik.is
Nelson Bierneza Baldelovar - skólaliði
nelson.bierneza.baldelovar@reykjavik.is   
Nikulás Ægisson - verkefnastjóri
nikulas.aegisson@reykjavik.is
Ólafur Steinn Ingunnarson - kennari
olafur.steinn.ingunnarson@reykjavik.is
Ragnheiður Birna Daníelsdóttir - kennari
ragnheidur.birna.danielsdottir@reykjavik.is
Selma Gunnarsdóttir - deildarstjóri
selma.gunnarsdottir@reykjavik.is
Sigrún Theódórsdóttir - stuðningsfulltrúi
sigrun.theodorsdottir@reykjavik.is
Sigurveig María Kjartansdóttir  - kennari
sigurveig.m.kjartansdottir@reykjavik.is
Skorri Jónsson - stuðningsfulltrúi
skorri.jonsson@reykjavik.is
Sólveig Hrafnsdóttir - aðstoðarskólastjóri
solveig.hrafnsdottir@reykjavik.is
Stefán Steingrímur Bergsson - kennari
stefan.steingrimur.bergsson@reykjavik.is
Svala Bryndís Jónsdóttir - kennari
 svala.bryndis.jonsdottir@reykjavik.is
Tara Brynjarsdóttir - kennari(í leyfi)
tara.brynjarsdottir@reykjavik.is
Vilhjálmur Louis Knudsen - stuðningsfulltrúi
vilhjalmur.louis.knudsen@reykjavik.is
Þóra Karlsdóttir - kennari
thora.karlsdottir@reykjavik.is
Þórunn Sif Böðvarsdóttir - kennari
thorunn.sif.bodvarsdottir@reykjavik.is
Þórunn Skúladóttir - þroskaþjálfi
thorunn.skuladottir@reykjavik.is

Rýmingaráætlun

Ef brunaviðvörunarkerfi skólans fer í gang skal unnið að rýmingu á eftirfarandi máta:

  1. Aðgerðahópur sem í eru skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, deildarstjórar, verkefnisstjóri í upplýsingaveri, skrifstofustjóri, kokkur og umsjónarmaður skólahúsnæðis fara að stjórntöflu brunaviðvörunarkerfis við aðalinngang skólans og kanna hvaðan brunaboðið kemur – stöðva vælu.
  2. Kennarar skipa nemendum í röð inni í kennslustofu eftir stafrófi og taki til gögn sem þarf að nota ef rýmt verður. Tveir fulltrúa úr aðgerðahópi fara á slysstað og kanna ástand. Farið í næsta innanhússsíma eða hringt úr GSM-síma á skrifstofu skólans og tilkynnt um næstu skref – falsboð eða rýma.
  3. Ef það er eldur þarf að rýma skólahúsnæðið – sá sem er næst brunastað hringir í 112 – jafnframt lætur hann skrifstofu vita að hann hafi hringt í 112. Ef um falsboð er að ræða er látið vita að hættuástand sé liðið hjá. Sá sem er við síma á skrifstofu lætur Öryggismiðstöðina vita.
  4. Ef þarf að rýma skólann undirbúa kennarar rýmingu á kennslustofum. Kennarar fara eftir ákveðnum leiðbeiningum sem er að finna í öllum kennslustofum.
  5. Nemendur yfirgefa ekki kennslustofu fyrr en kennari hefur fengið skilaboð um slíkt og að útgönguleiðin sé greið. Hver kennari er ábyrgur fyrir þeim bekk/hóp sem hann er að kenna þegar hættuástand skapast. Þegar kennslustofa er yfirgefin þarf hann að muna eftir nafnalistanum og læsa. Ætíð skal velja þann neyðarútgang sem er næstur. Teikningar af útgönguleiðum eru á göngum skólans.
  6. Þegar komið er út á söfnunarsvæðin er mjög mikilvægt að nemendur standi í stafrófsröð hjá sínu bekkjarmerki - kennari fer yfir nafnalistann og kannar hvort allir séu komnir út. Kennari kemur síðan upplýsingum um stöðuna til umsjónarmanns söfnunarsvæðis með því að veifa rauðu spjaldi ef einhvern vantar.
  7. Slökkviliðið kemur á staðinn. Umsjónarmaður söfnunarsvæðis kemur upplýsingum um stöðuna til slökkviliðs.

Viðbrögð við eldsvoða

Leiðbeiningar fyrir nemendur og kennara:

  1. Þegar brunaviðvörunarkerfið fer í gang eru nemendur og kennarar beðnir um að halda kyrru fyrir í kennslustofum. Slökkt er á kerfinu ef ekki er hætta á ferðum eða um falsboð er að ræða.
  2. Ef brunaviðvörunarkerfið heldur áfram að væla eða fer aftur í gang raða nemendur sér í stafrófsröð í stofunni. Kennari og nemendur bíða frekari fyrirmæla. Ekki skal hefja rýmingu fyrr en aðgerðastjórn gefur merki um það.
  3. Ef rýma þarf skólann þarf að athuga hvort leiðin út sé greiðfær. Ef eldur er mikill þá getur þurft að bíða í kennslustofu – hurðir að kennslustofum eru öryggishurðir sem þola mikinn hita og slökkvilið getur bjargað nemendum út um neyðarútgang (glugga).
  4. Ef aðstæður eru þannig þá taka nemendur með sér yfirhafnir og skó. Æskilegt er að nemendur temji sér þann góða sið að vera í inniskóm.
  5. Nemendur ganga í röð á eftir kennara sínum út á söfnunarsvæði. Bannað er að hlaupa og vera með óþarfa hávaða. Kennari þarf að muna eftir nafnalista og muna að loka og læsa hurðum þegar kennslustofa er yfirgefin.
  6. Þegar nemendur eru komnir út á söfnunarsvæðið mynda þeir röð undir sínu bekkjarheiti – kennari fer yfir nafnalistann og aðgætir hvort allir nemendur hafi komið út.
  7. Kennari tilkynnir stöðuna til umsjónarmanns söfnunarsvæðis – veifar rauðu spjaldi ef einhvern vantar.
  8. Skólaritari mætir með fjarvistabókina og ber saman við viðveruskrá kennara.
  9. Ef um falsboð er að ræða er mjög mikilvægt að kennari noti tækifærið og ræði við nemendur um mikilvægi brunavarna og fari vel yfir rýmingaráætlunina með nemendum sínum.

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn.

 

Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi.

 

Foreldrafélag  er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar. 

Teikning af Fjólu á leið í skólann ásamt fleiri nemendum og foreldrum

Skólareglur

Hér kemur inngangstexti

Mat á skólastarfi

Markmið mats og eftirlits með gæðum starfsins er að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun.

Skólahverfi Laugalækjarskóla

Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og lögheimili barnsins ræður því í hvaða hverfisskóla það fer.

 

Barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla. Engu að síður eiga allir foreldrar kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni samkvæmt reglum um skólahverfi, umsókn og innritun. 

 

Hér finnur þú upplýsingar um hvaða götur tilheyra skólahverfi Laugalækjarskóla.