PISA (föstudaginn 14.mars)

Föstudaginn 14. mars verður PISA könnunin lögð fyrir nemendur í 10. bekk.
Dagskrá dagsins:
- kl. 8.30 Mæting
- kl. 9.00 Fyrri hluti prófs
- kl. 10.10 Hlé í 5 mín. - hressing í stofum
- kl. 10.15 Seinni hluti prófs
- kl. 11.25 Hlé í 15 mín. - hressing í stofum
- kl. 11.40 Spurningarlistar
- kl. 12.30 Fyrirlögn lokið - hádegismatur
Nemendur mæta í stofur:
- 10.A stofa 7
- 10.G stofa 6
- 10.L stofa 5
- 10.Ó stofa 4
- 10.U stofa 0
Nemendur nota þær krómbækur sem þeir hafa fengið afhentar. Mikilvægt að nemendur mæti með fullhlaðið í skólann. Einnig eiga þeir að vera með penna/blýant og reiknivél. Sniðugt er að taka með sér lesefni eða verkefni sem þau geta nýtt sér ef þau ljúka prófuninni áður en próftíminn er búinn, þar sem ekki er hægt að nota krómbækurnar á meðan á prófinu stendur. Athugið að í skólanum er símafrí og því ekki í boði að nota farsíma.
Nemendur sem taka ekki prófið mæta á bókasafnið.
Eftir hádegið er nemendum í 9. og 10. bekk boðið á "Mín framtíð 2025" sem haldin er í Laugardalshöllinnni. Markmið ferðarinnar er að gefa nemendum tækifæri til að kynna sér ólíkar starfsgreinar og námsframboð framhaldsskóla. Í Laugardalshöll munu 24 framhaldsskólar kynna námsframboð sitt, bæði bóklegt og verklegt. Náms- og starfsráðgjafar, kennarar og fulltrúar nemenda verða á staðnum og svara fyrirspurnum um námið, félagslífið og inntökuskilyrði.
Laugardaginn 15. mars er svo fjölskyldudagur milli kl. 10:00 - 15:00 allir velkomnir, frítt inn.