Námsmat í Laugalækjarskóla
Þegar nemendur ljúka prófum og verkefnum eru niðurstöður færðar inn á Mentor.is. Ekki er gefin lokaeinkunn fyrir einstök verkefni/próf heldur fá nemendur sundurliðaða endurgjöf út frá Laugó-hæfniviðmiðum. Laugó-hæfnin er miðuð við aldur og viðfangsefni nemenda hverju sinni og er sett fram með hliðsjón af hæfni- og matsviðmiðum sem finna má í köflum 19 til 26 í Aðalnámskrá grunnskóla.
Merkingar við Laugó-hæfni
Laugó-hæfnilýsingar má m.a. finna í kennsluáætlunum á vef skólans, inni á Mentor.is og í einstökum verkefnum/prófum. Nemendur og foreldrar eru hvattir til að smella reglulega á flísina Námsmat inni á Mentor.is til að kynna sér framvindu námsins. Táknin sem notuð eru, eru skýrð hér að neðan.
Framúrskarandi hæfni
- Nemandinn sýnir meiri hæfni en vænst er, frammistaða hans er umfram væntingar. Hægt er að ná gagnvart sumum Laugó-hæfniviðum en ekki öllum - opin, skapandi og erfið viðfangsefni henta best til að sýna framúrskarandi hæfni.
Hæfni náð
- Góður árangur - nemandi getur hjálparlaust gert það sem tilgreint er með Laugó-hæfni. Hann telst tilbúinn til að takast á við frekari áskoranir. (Í sumum viðfangsefnum er ekki svigrúm til að sýna framúrskarandi hæfni og því hæsta skor. )
Á góðri leið
- Nemandi hefur náð nokkrum tökum á því sem um er beðið, en ekki fullnægjandi. Þarfnast þjálfunar. Nemandi er að byrja að ná tökum á viðfangsefninu en talsverða vinnu þarf áfram til að ná hæfninni sem lýst er.
Hæfni ekki náð
-
Nemandi á eftir talsverða vinnu til að ná tilgreindri hæfni. Í mörgum tilfellum fær nemandinn fleiri en eitt tækifæri til að sýna fram á hæfni sína, að stuðla að framförum. Framvindan sést ef smellt er á nýjustu merkinguna. Litið er á nýjustu merkinguna sem bestu heimildina um stöðu nemandans, enda er hún yfirleitt besta mælingin.
Í mörgum tilfellum fær nemandinn fleiri en eitt tækifæri til að sýna fram á hæfni sína, að stuðla að framförum. Framvindan sést ef smellt er á nýjustu merkinguna. Litið er á nýjustu merkinguna sem bestu heimildina um stöðu nemandans, enda er hún yfirleitt besta mælingin.
Stöðumat í febrúar – lokaeinkunn að vori
Þegar líður á veturinn þá fjölgar merkingunum og staða nemandans verður skýrari. Í febrúar fer fram stöðumat í tengslum við foreldraviðtöl. Þá er frammistaða nemandans í verkefnum og prófum fram að því dregin saman í eina leiðbeinandi einkunn í hverju fagi. Einkunnin er gefin á ABCD-kvarða aðalnámskrár. Bókstafseinkunnirnar eru dregnar saman m.t.t. merkinga sem nemendur hafa safnað eftir verkefni og próf.
