Rannsóknarverkefni í 8.bekk

Sýning fyrir foreldra og aðstandendur
Rannsóknaverkefnið í 8. bekk er nú lokið. Verkefnið byggist á upplýsingaöflun, úrvinnslu og möguleika á fjölbreyttum framsetningum. að lokum bjuggu nemendur til afurðir sem lýsa niðurstöðum sínum.
Markmið er að kenna nemendum að móta rannsóknarspurningu, svara henni á markvissan hátt, búa til heimildaskrá og nýta sér mismunandi aðferðir við miðlun niðurstaðna.
Nemendur fengu einnig tækifæri til að þjálfa sig í samvinnu, sjálfstæðum vinnubrögðum og skipulagningu.
Verkefninu lauk með kynningu og sýningu fyrir foreldra og aðstandendur. Aðrir nemendur skólans fengu svo að kynna sér afraksturinn í frímínútum.
Kennarar og aðrir starfsmenn skólans eru afar ánægðir með frammistöðu nemenda og hve vel þeir tókust á við verkefnið