Foreldraviðtöl og vetrarleyfi í Laugalækjarskóla

Fyrstu foreldraviðtöl vetrarins hefjast eftir hádegi þriðjudaginn 30. september og halda áfram allan miðvikudaginn 1. október. Foreldrar bóka sér viðtalstíma hjá umsjónarkennara inn á www.infomentor.is. Aðrir kennarar verða einnig til viðtals þessa daga og má finna upplýsingar um staðsetningu þeirra á veggspjöldum við anddyri skólans.
Grunnskólar Reykjavíkur fara í vetrarleyfi dagana 24.–28. október. Í kjölfarið verður miðvikudagurinn 29. október samstarfsdagur og því er engin kennsla hjá nemendum. Fyrsti kennsludagur eftir vetrarleyfi verður fimmtudaginn 30. október.
Við hvetjum ykkur einnig til að lesa fréttaskeyti frá skólanum með fleiri upplýsingum.